A-deild LSR

Aldurstengdur lífeyrissjóður

Mánaðarlegt iðgjald til A-deildar er 4% af heildar-launum. Eftir því sem iðgjöld eru hærri, því meiri verða réttindin. Með tímanum verða réttindin grundvöllur að góðum lífeyri.

Spurt og svarað


Aðild að A-deild

A-deild er lokaður sjóður fyrst og fremst fyrir ríkisstarfsmenn. Ef vinnuveitandi þinn á ekki aðild að sjóðnum getur hann sótt um að greiða fyrir þig þangað.

Aðgerðir vegna hækkandi lífaldurs

Í kjölfar þess að gefnar voru út nýjar lífslíkutöflur fyrir Íslendinga þurfti LSR að ráðast í umfangsmiklar breytingar á réttindum og ávinnslu sjóðfélaga árið 2023. 

Skipting ellilífeyrisréttinda

Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að gera samning um skiptingu ellilífeyrisréttinda. Framselja má allt að helmingi réttindanna til maka og verður skiptingin að vera gagnkvæm.

Iðgjald og ávinnsla réttinda

Sjóðfélagar á aldrinum 16 - 70 ára greiða 4% iðgjald af heildarlaunum í A-deild. Réttindin reiknast út frá greiddum iðgjöldum og eftir því sem þau eru hærri, því meiri verða réttindin.