Erlendir ríkisborgarar

Vinsamlega athugið að reglur um endurgreiðslur eru mismunandi á milli lífeyrissjóða

Erlendir ríkisborgarar sem flytjast af landi brott eiga þess kost að fá endurgreidd iðgjöld sem þeir hafa greitt í íslenskan lífeyrissjóð. Þetta á ekki við ef sjóðfélagi er ríkisborgari og/eða er með fasta búsetu í einhverju eftirtalinna landa: 

  • EFTA-löndin: Ísland, Lichtenstein og Noregur auk Sviss (ekki aðili að EES).
  • ESB-löndin: Austurríki – Belgía – Búlgaría – Danmörk – Eistland – Finnland – Frakkland – Grikkland – Holland – Ítalía – Írland - Króatía - Kýpur (gríski hlutinn) – Lúxemborg – Lettland – Litháen – Malta – Portúgal – Pólland – Rúmenía – Slóvakía – Slóvenía – Spánn – Svíþjóð – Tékkland – Ungverjaland – Þýskaland.

Hafi sjóðfélagi átt ríkisfang innan EES svæðisins meðan greiðslur fóru fram eða verið með tvöfalt ríkisfang, annað innan EES svæðisins, á hann ekki rétt á endurgreiðslu iðgjalda. Fyrir breska ríkisborgara þýðir þetta að greiðslur fyrir 1. janúar 2021, þegar Bretland var enn hluti af ESB, fást ekki endurgreiddar. Breskir ríkisborgarar geta hins vegar sótt um endurgreiðslu á iðgjöldum sem þeir greiða frá 1. janúar 2021.

  • Bandaríkin

Með umsókn um endurgreiðslu skal fylgja:

  • staðfesting launagreiðanda á starfslokum
  • afrit af vegabréfi
  • afrit eða staðfesting á farseðli
  • upplýsingar um reikningsnúmer sjóðfélaga í íslenskum banka.

Skattalegri meðhöndlun skal háttað samkvæmt þeim reglum sem gilda um greiðslu lífeyris þegar endurgreiðsla á sér stað.

Nauðsynlegt er að skila til sjóðsins staðfestingu um varanlega búsetu í viðkomandi landi. Staðfestingin skal skilast inn a.m.k. þremur mánuðum eftir dagsetningu umsóknar. Séu öll gögn fullnægjandi fer endurgreiðsla fram þegar staðfestingin hefur borist sjóðnum.

Flýtileiðir

  • English version