VIRK - starfsendurhæfingarsjóður

Rétt iðgjaldaskil

Samkvæmt lögum ber öllum launagreiðendum að greiða ákveðið hlutfall af heildarlaunum alls starfsfólks til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Launagreiðendum ber að standa skil á þessu iðgjaldi til viðkomandi lífeyrissjóðs með sama hætti og gildir um iðgjald í lífeyrissjóð. Lífeyrissjóðurinn sér svo um að skila gjaldinu í VIRK – Starfsendurhæfingarsjóð.

Iðgjaldinu, sem árið 2023 er 0,10% af heildarlaunum alls starfsfólks, skal skilað á sömu skilagrein og á sama hátt og iðgjöldum í lífeyrissjóð.

Á vefsíðu VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs má finna allar frekari upplýsingar.