Skipting eftirlaunagreiðslna milli hjóna

Sjóðfélagi og maki geta gert samning um skiptingu eftirlaunagreiðslna og ber lífeyrissjóði að skipta greiðslum til samræmis við samkomulag aðila.

Samkomulag um greiðsluskiptingu hefur ekki áhrif á hugsanlegt val sjóðfélaga um það hvenær hefja skuli töku eftirlauna en samkomulag um greiðsluskiptingu kemur fyrst til framkvæmda eftir að sjóðfélagi hefur töku eftirlauna.

Við andlát sjóðfélaga falla greiðslur niður. Deyi maki sem nýtur slíkra greiðslna á undan sjóðfélaganum skulu greiðslurnar allar renna til sjóðfélagans.

Aðilar geta einhliða fellt niður samkomulag um greiðsluskiptingu.

Afturköllun á greiðsluskiptingu ber að tilkynna viðkomandi lífeyrissjóðum með þriggja mánaða fyrirvara og ber þá að greiða eftirlaun til sjóðfélaga án skiptingar.

Skila þarf inn útfylltri umsókn um skiptingu eftirlaunagreiðslna til sjóðsins sem finna má hér uppi í hægra horni. 


Einnig er hægt að gera samning um skiptingu áunninna ellilífeyrisréttinda sem og framtíðar ellilífeyrisréttinda. Slík skipting þarf að eiga sér stað áður en taka ellilífeyris hefst og eigi síðar en við 65 ára aldur. 


Frekari upplýsingar

 

Flýtileiðir