B-deild LSR

Víðtæk lífeyrisréttindi

Með því að vera sjóðfélagi í B-deild LSR tryggir þú þér og fjölskyldu þinni víðtæk réttindi. Eftirlaun eru greidd ævilangt, makalífeyrir er ótímabundinn og greidd er örorkutrygging komi til tekjutaps.

 

Þann 1.1.2018 sameinaðist LH - Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga B-deild LSR. 

 

Spurt og svarað


Eftirlaun og reglur

Þú átt rétt á töku eftirlauna næsta mánuð eftir 65 ára aldur. Þeir sem ná 95 ára reglu geta hafið töku eftirlauna fyrr, þó ekki fyrr en 60 ára aldri er náð. Alltaf þarf að sækja sérstaklega um eftirlaun. Hægt er að sækja um með rafrænum hætti á Mínum síðum á vef LSR.

Hálfur lífeyri

Sjóðfélagar B-deildar geta tekið hálfan lífeyri frá 65 ára aldri. Heimildin er bundin því skilyrði að sjóðfélagi sé ekki í meira en 50% starfi sem veitir aðild að B-deild.

Meðaltals- og eftirmannsregla

Almennt fylgir lífeyrir meðalbreytingum á dagvinnulaunum opinberra starfsmanna. Þeir sem hafa val geta kosið að lífeyrir taki sömu breytingum og verða á launum fyrir lokastarf.

Réttindi í öðrum sjóðum

Lífeyrisgáttin er leið til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum. Lífeyrisgáttina er að finna inn á Mínum síðum á vef LSR.