Sérstaða B-deildar

Sjóðfélögum í B-deild LSR gefst tækifæri til þess að auka verulega lífeyrissparnað sinn með því að greiða aukalega af yfirvinnulaunum í séreignarsjóð.

Heimilt er að greiða aukalega af yfirvinnulaunum að hámarki 4% fyrir þá sjóðfélaga sem enn greiða skylduiðgjald og að hámarki 4% aukalega af heildarlaunum fyrir þá sem eru iðgjaldafríir, til að fullnýta frádrátt frá skattstofni.

LSR vill því benda á að sjóðfélagar sem verða iðgjaldafríir er heimilt að greiða það iðgjald í séreignarsjóð og auka þannig lífeyrissparnað sinn.