Lykilstærðir Séreignar
Leið I
Nafnávöxtun
13,8%
8,5%
Hrein raunávöxtun
Hrein eign til greiðslu lífeyris
12.084
m.kr.
Hreinar fjárfestingartekjur
1.460
m.kr.
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
921
91
Meðalfjöldi lífeyrisþega
49
Meðalaldur sjóðfélaga
Leið II
Nafnávöxtun
11,9%
6,7%
Hrein raunávöxtun
Hrein eign til greiðslu lífeyris
4.070
m.kr.
Hreinar fjárfestingartekjur
420
m.kr.
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
705
29
Meðalfjöldi lífeyrisþega
48
Meðalaldur sjóðfélaga
Leið III
Nafnávöxtun
7,0%
2,1%
Hrein raunávöxtun
Hrein eign til greiðslu lífeyris
14.765
m.kr.
Hreinar fjárfestingartekjur
938
m.kr.
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
1.211
224
Meðalfjöldi lífeyrisþega
60
Meðalaldur sjóðfélaga
Tilgreind séreign
Nafnávöxtun
11,3%
6,1%
Hrein raunávöxtun
Hrein eign til greiðslu lífeyris
254
m.kr.
Hreinar fjárfestingartekjur
16
m.kr.
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
504
-
Meðalfjöldi lífeyrisþega
48
Meðalaldur sjóðfélaga
Leið I | Leið II | Leið III | Tilgreind séreign | |
Hlutfall eigna í erlendum gjaldmiðlum | 49,9% | 27,0% | 0,0% | 32,5% |
Hlutfall verðtryggðra eigna | 20,7% | 45,4% | 88,0% | 29,2% |
Iðgjöld (m.kr.) | 234 | 239 | 920 | 190 |
Lífeyrir (m.kr.) | 371 | 66 | 687 | 0 |
Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna | 0,10% | 0,10% | 0,07% | 0,10% |
Séreign LSR var stofnuð í ársbyrjun 1999. LSR hefur frá upphafi lagt áherslu á örugga vörslu séreignarsparnaðar, góða þjónustu við sjóðfélaga, góða ávöxtun og lágan rekstrarkostnað.
Tilgreind séreign er hluti af Séreign LSR, en hún var stofnuð 1. júlí 2023. Tilgreind séreign veitir sjóðfélögum í A-deild kost á að greiða hluta af skylduiðgjaldi, allt að 3,5%, í tilgreinda séreign. Iðgjaldið til A-deildar lækkar þá á móti. Þar með fá sjóðfélagar aukið val um þau réttindi sem lífeyrisiðgjaldið veitir og möguleika á meiri sveigjanleika á lífeyrisgreiðslum en áður hefur boðist.
Sjóðfélagar í Séreign geta valið á milli þriggja mismunandi fjárfestingarleiða sem eru með ólíka fjárfestingarstefnu. Í Tilgreindri séreign er ein fjárfestingarleið.
Hrein eign Séreignar í árslok 2024 var 31.173 m.kr. og hefur hún vaxið um 18.986 m.kr. á síðastliðnum tíu árum. Á þeim árum hafa fjárfestingartekjur numið 14.122 m.kr. og er 74,4% af vexti eigna á tímabilinu tilkominn vegna ávöxtunar. Á árinu 2024 greiddu að meðaltali 3.257 sjóðfélagar iðgjöld til Séreignar LSR í hverjum mánuði.
Hrein eign til greiðslu lífeyris
Fjárfestingarleiðir | 2024 | 2023 |
Leið I | 12.084 | 10.772 |
Leið II | 4.070 | 3.481 |
Leið III | 14.765 | 13.604 |
Tilgreind séreign | 254 | 49 |
Samtals | 31.173 | 27.907 |
Fjárhæðir í milljónum kr.
Verðbréf og ávöxtun
Sjóðfélagar í Séreign geta valið á milli eftirfarandi séreignarleiða:
Leið I | Leið II | Leið III | Sérleið |
Megináhersla á hlutabréf | Megináhersla á skuldabréf | Eingöngu innlán | Inneign sjóðfélaga færist sjálfkrafa úr Leið I eða Leið II yfir í Leið III við 55 ára aldur |
Sveiflur í ávöxtun geta verið talsverðar | Sveiflur í ávöxtun að jafnaði minni | Sveiflur í ávöxtun í lágmarki | |
Meiri áhætta | Miðlungs áhætta | Lítil áhætta |
Markmiðið með að bjóða upp á mismunandi ávöxtunarleiðir er að mæta ólíkum þörfum sjóðfélaga. Almennt gildir að því lengri sem ávöxtunartíminn er, því meira er svigrúm sjóðfélaga til að taka á sig áhættu og þola tímabundnar sveiflur í von um hærri langtímaávöxtun. Þegar líður að útgreiðslum eru sjóðfélagar líklegri til að vilja minnka áhættu.
Í Tilgreindri séreign er stefnt á að hlutfall hlutabréfa og skuldabréfa verði nokkuð jafnt, en þar sem 2024 var fyrsta heila starfsár deildarinnar er hún enn í uppbyggingarfasa.
Verðbréfaeign
Í árslok 2024 nam verðbréfaeign Séreignar og Tilgreindar séreignar 31,2 mö.kr. Talsverðar sveiflur voru á innlendum og erlendum verðbréfamörkuðum á árinu en allar fjárfestingarleiðir skiluðu góðri raunávöxtun.
Ávöxtun ársins
Nafnávöxtun | Hrein raunávöxtun | |
Leið I | 13,8% | 8,5% |
Leið II | 11,9% | 6,7% |
Leið III | 7,0% | 2,1% |
Tilgreind séreign | 11,3% | 6,1% |
Leið I
Nafnávöxtun Leiðar I á árinu 2024 var 13,8% og var hrein raunávöxtun ársins 8,5%. Síðustu fimm árin er meðaltal hreinnar raunávöxtunar 2,6% og 10 ára meðaltalið er 4,1%.
Leið II
Nafnávöxtun Leiðar II á árinu 2024 var 11,9% og var hrein raunávöxtun ársins 6,7%. Fimm ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar, er 0,7% og 10 ára meðaltal 2,7%.
Leið III
Nafnávöxtun Leiðar III á árinu 2024 var 7,0% og var hrein raunávöxtun ársins 2,1%. Síðustu fimm árin er meðaltal hreinnar raunávöxtunar, 0,7% og 10 ára meðaltal 1,3%.
Tilgreind séreign
Nafnávöxtun Tilgreindar séreignar 2024 var 11,3% og var hrein raunávöxtun ársins 6,1%. Þar sem árið 2024 er fyrsta heila starfsár leiðarinnar eru hvorki til 5 né 10 ára meðaltöl fyrir leiðina.
Iðgjöld og lífeyrir
Hefðbundinn séreignarsparnaður býðst til viðbótar við lögbundinn lífeyrissparnað og er sparnaðurinn persónuleg eign hvers og eins. Launþegar geta greitt á bilinu 2-4% af heildarlaunum sínum í séreignarsparnað og fá þá 2% mótframlag frá launagreiðanda og er því um beina launahækkun að ræða. Séreign LSR er með rýmri aðildarreglur en aðrar deildir sjóðsins og er í flestum tilvikum nóg að hafa einhverja tengingu við LSR eða þau aðildarfélög sem greiða til sjóðsins til að geta safnað í Séreign LSR.
Tilgreind séreign er um margt svipuð hefðbundinni séreign, nema að því leyti að iðgjaldagreiðslur eru hluti af 15,5% skylduiðgjaldi sjóðfélaga og lækkar þá framlag í samtryggingarsjóð sem því nemur. Hægt er að verja allt að 3,5% af launum í tilgreinda séreign.
Iðgjöld og fjöldatölur
2024 | 2023 | Breyting | |
Iðgjöld í m.kr. | 1.583 | 1.399 | 13,2% |
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga | 3.257 | 3.057 | 6,5% |
Fjöldi með réttindi í árslok | 8.490 | 8.094 | 4,9% |
Séreign og Tilgreind séreign
Hægt er að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán sem og til kaupa á fyrstu fasteign eða til að auka við ráðstöfunartekjur eftir 60 ára aldur. Frá 60 ára aldri getur sjóðfélagi fengið séreignarlífeyri greiddan í einu lagi eða dreift greiðslum yfir lengri tíma. Útgreiðslur úr Tilgreindri séreign geta hafist frá 62 ára aldri. Við fráfall sjóðfélaga erfist séreignarsparnaður að fullu samkvæmt reglum erfðalaga.
Meðalaldur virkra sjóðfélaga í Séreign LSR var 52,6 ár í árslok 2024. Iðgjaldagreiðslur til Séreignar vegna ársins 2024 námu 2.060 m.kr. en af þeim var 477 m.kr. ráðstafað sem greiðslu inn á úrræði vegna fasteignakaupa. Endanlegar iðgjaldagreiðslur voru því 1.583 m.kr. Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga var 3.257 á árinu.
Útborgun séreignarlífeyris nam 1.125 m.kr. á árinu 2024 sem er aukning um 21,8% á milli ára. Alls fengu 635 sjóðfélagar greiðslur úr séreignarsjóði LSR á árinu 2024.
Lífeyrisgreiðslur
2024 | 2023 | Breyting | |
Greiðslur til 60 ára og eldri | 1.054 | 865 | 21,9% |
Aðrar útgreiðslur | 70 | 58 | 20,3% |
Samtals | 1.125 | 924 | 21,8% |
Fjárhæðir eru í milljónum kr.
Fjöldi lífeyrisþega
2024 | 2023 | Breyting | |
Greiðslur til 60 ára og eldri | 573 | 525 | 9,1% |
Aðrar útgreiðslur | 88 | 66 | 33,3% |
Samtals | 661 | 591 | 11,8% |
Meðalfjárhæð árlegra lífeyrisgreiðslna
2024 | 2023 | Breyting | |
Greiðslur til 60 ára og eldri | 1.840 | 1.648 | 11,6% |
Aðrar útgreiðslur | 799 | 885 | -9,8% |
Samtals | 1.702 | 1.563 | 8,9% |
Fjárhæðir eru í þúsundum kr.