Stjórn LSR
Stjórn LSR er skipuð 8 stjórnarmönnum. Fjármála- og efnahagsráðherra skipar fjóra, stjórn BSRB skipar tvo, stjórn BHM skipar einn og stjórn Kennarasambands Íslands skipar einn stjórnarmann. Alls kom stjórnin 23 sinnum saman til formlegra fundarhalda á liðnu ári.
Á árinu 2024 var Guðrún Ögmundsdóttir formaður stjórnar og Magnús Þór Jónsson varaformaður. Í ársbyrjun 2025 var Magnús hins vegar kjörinn formaður stjórnar og tók Jökull Heiðdal Úlfsson við embætti varaformanns.
Stjórn sjóðsins er kjörin til þriggja ára í senn. Núverandi stjórn var kjörin í ársbyrjun 2024 og mun hún starfa til ársloka 2026. Stjórn LSR ber ábyrgð á að starfsemi sjóðsins sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Eitt af verkefnum stjórnar er að móta innra eftirlit lífeyrissjóðsins og skjalfesta eftirlitsferla.
Endurskoðun ársreikninga LSR er í höndum Grant Thornton endurskoðunar en KPMG sér um innri endurskoðun sjóðsins.

Fremri röð frá vinstri: Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar, Guðrún Ögmundsdóttir, Unnur Berglind Friðriksdóttir.
Aftari röð frá vinstri: Árni Stefán Jónsson, Ólafur Hvanndal Ólafsson, Jökull Heiðdal Úlfsson, varaformaður stjórnar, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir.
Stjórn LSR
Magnús Þór Jónsson
Formaður stjórnar
Skipaður af stjórn KÍ
Jökull Heiðdal Úlfsson
Varaformaður stjórnar
Skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra
Árni Stefán Jónsson
Skipaður af stjórn BSRB
Guðrún Ögmundsdóttir
Skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra
Ólafur Hvanndal Ólafsson
Skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra
Ragnhildur Jónsdóttir
Skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Skipuð af stjórn BSRB
Unnur Berglind Friðriksdóttir
Skipuð af stjórn BHM