LH

Iðgjald er greitt af dagvinnulaunum

Mánaðarlegt iðgjald til LH er 4% af dagvinnulaunum. Réttindi reiknast út frá starfshlutfalli og tíma. Sjóðfélagar fá 2% á ári fyrir fullt starf.

Spurt og svarað


Hverjir greiða í LH?

Hjúkrunarfræðingar, sem greiddu í LH fyrir 1997 og eru á föstum mánaðarlaunum við  hjúkrunarstörf hjá opinberum stofnunum eða heilbrigðisstofnunum, mega greiða til LH.

32 ára, 95 ára reglan og aðlögun

Tvær reglur gilda um það hve lengi þú greiðir iðgjald til sjóðsins: 32 ára reglan sem er iðgjaldagreiðslutími og 95 ára reglan sem er samanlagður iðgjaldagreiðslutími og lífaldur.

Norðurlandasamningar

Í gildi er samkomulag milli Norðurlandanna sem gerir ríkisstarfsmönnum kleift að starfa í samsvarandi starfi í öðru aðildarlandi án þess að tapa iðgjaldagreiðslutíma hjá LH eða LSR.

Iðgjald og ávinnsla

Í LH greiðir þú 4% af föstum dagvinnulaunum, orlofs- og persónuuppbót og einnig af launum fyrir fastar reglubundnar vaktir. Fyrir 100% starf ávinnur þú þér 2% réttindi á ári.