LH - Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga

LH sameinast B-deild LSR 1.1.2018

Réttindi sjóðfélaga sem eru hjá LH verða flutt yfir í B-deild LSR og réttindakerfi sjóðanna samræmt. Þess hefur verið gætt að enginn sjóðfélagi tapi réttindum vegna sameiningarinnar.

Samkvæmt lögum um LH er hjúkrunarfræðingum heimilt að greiða í sjóðinn án tillits til starfshlutfalls en samkvæmt lögum um B-deild LSR má starfið eigi vera minna en hálft starf til að heimilt sé að greiða í B-deild. Þessi sérregla fyrir sjóðfélaga LH fellur niður og mun sama regla gilda um þá og sjóðfélaga í B-deild LSR. Þó mun þeim hjúkrunarfræðingum sem greiddu af minna en 50% starfshlutfalli á árinu 2017 vera það heimilt áfram.

Spurt og svarað


Hverjir greiða í LH?

Hjúkrunarfræðingar, sem greiddu í LH fyrir 1997 og eru á föstum mánaðarlaunum við  hjúkrunarstörf hjá opinberum stofnunum eða heilbrigðisstofnunum, mega greiða til LH.

32 ára, 95 ára reglan og aðlögun

Tvær reglur gilda um það hve lengi þú greiðir iðgjald til sjóðsins: 32 ára reglan sem er iðgjaldagreiðslutími og 95 ára reglan sem er samanlagður iðgjaldagreiðslutími og lífaldur.

Norðurlandasamningar

Í gildi er samkomulag milli Norðurlandanna sem gerir ríkisstarfsmönnum kleift að starfa í samsvarandi starfi í öðru aðildarlandi án þess að tapa iðgjaldagreiðslutíma hjá LH eða LSR.

Iðgjald og ávinnsla

Í LH greiðir þú 4% af föstum dagvinnulaunum, orlofs- og persónuuppbót og einnig af launum fyrir fastar reglubundnar vaktir. Fyrir 100% starf ávinnur þú þér 2% réttindi á ári.