Aðildarskilyrði

Getur þú greitt iðgjöld í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga?

Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga hefur verið lokaður fyrir nýjum sjóðfélögum frá árslokum 1996.

Einungis er heimilt að greiða iðgjald til LH fyrir hjúkrunarfræðinga, sem vinna hjúkrunarstörf í þjónustu ríkis og sveitarfélaga eða við opinberar stofnanir eða heilbrigðisstofnanir, sem starfa samkvæmt starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá er einungis heimilt að greiða iðgjald til LH af launum þeirra hjúkrunarfræðinga sem fá greidd laun samkvæmt samningi um föst mánaðarlaun.

Sérstök athygli skal vakin á því að ekki á að greiða iðgjald til LH fyrir þá hjúkrunarfræðinga, sem vinna í tímavinnu eða fá á annan hátt greitt fyrir einstakar tilfallandi vaktir, án þess að um fyrirfram gerðan samning um föst mánaðarlaun sé að ræða.

Falli iðgjaldagreiðsla sjóðfélaga niður lengur en í 12 mánuði, hefur hann ekki rétt til áframhaldandi aðildar að LH. Hafi iðgjaldagreiðslur fallið niður lengur en í 12 mánuði, án þess þó að formlegu ráðningarsambandi starfsmanns og launagreiðanda hafi verið slitið, er heimilt að greiða iðgjald til LH.

Hafi aðrir launagreiðendur en þeir sem tilgreindir eru hér að framan haft heimild til að greiða til sjóðsins fyrir starfsmenn sína í árslok 2004, gildir sú heimild áfram fyrir viðkomandi starfsmenn. Jafnframt getur stjórn LSR samþykkt aðild fyrir aðra hjúkrunarfræðinga að því tilskyldu að þeir og séu fæddir árið 1950 eða fyrr og hafi greitt í sjóðinn í samtals 21 ár við árslok 2004.