Iðgjald og ávinnsla

Í LH

Iðgjald til LH er 12%. Þú greiðir 4% og launagreiðandi 8%.

Iðgjald til LH á einungis að greiða af föstum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, persónuuppbót, orlofsuppbót og vaktaálagi. Greiða skal iðgjald af biðlaunum og veikindalaunum.

Greiða skal iðgjald af launum fyrir fastar reglubundar vaktir. Sama regla gildir hafir þú vinnuskyldu eingöngu á nóttunni, það er á tímabilinu frá kl. 22:00 til 09:00. Hins vegar á ekki að greiða iðgjald af öðrum álagsgreiðslum eins og t.d. bakvöktum eða gæsluvöktum og ekki af álagsgreiðslum vegna fasts vinnutíma utan dagvinnumarka, t.d. kl. 13 - 18 daglega.

Ekki eru skilyrði um lágmarksstarfshlutfall en þú þarft að hafa föst mánaðarlaun til að hafa aðild að sjóðnum.

Fyrir 100% starf ávinnur þú þér 2% réttindi á ári og hlutfallslega minna fyrir lægra starfshlutfall.