Gott að hafa í huga fyrir lántöku

Áður en lán er tekið er lánsumsækjendum bent á að skoða væntanlega greiðslubyrði lána miðað við mismunandi lengd lána, tegund þeirra (afborgunarlán/jafngreiðslulán), mismunandi vexti og verðbólguvæntingar. Gott er að setja upp mismunandi forsendur í lánareiknivél LSR.

Hér að neðan er að finna nokkur atriði sem er gott að hafa í huga fyrir lántöku. Athugið að ekki er um tæmandi upptalningu að ræða.

  • Er nauðsynlegt fyrir mig að taka lánið?
  • Til hvers ætla ég að nýta lánið?
  • Hvenær ætla ég mér að vera hætt/ur greiðslu lánsins?
  • Hver er greiðslubyrði lánsins?
  • Get ég staðið við áætlaðar afborganir lánsins?
  • Hversu hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum mínum fer í greiðslu lána?
  • Hver er kostnaður við lántöku?
  • Hvort henta mér betur fastir eða breytilegir vextir?
  • Hvort henta mér betur jafnar afborganir af höfuðstól (afborgunarlán) eða jafnar greiðslur (jafngreiðslulán/annuitetslán)?
  • Er hægt að greiða lánið upp fyrr án kostnaðar?
  • Hvaða áhrif hefur verðbólga á endurgreiðslu lánsins?
  • Get ég staðið við afborganir þó að verðbólga fari hækkandi?
  • Get ég staðið við afborganir vegna annarra atvika, t.d. að laun mín lækki?
  • Hvernig hefur verðbólga þróast?
  • Hvernig hafa breytilegir vextir þróast?
  • Hvað gerist ef lánið fer í vanskil?