Séreign LSR

Rétt iðgjaldaskil

Í Séreign LSR er framlag sjóðfélaga 1% - 4% af heildarlaunum og mótframlag launagreiðanda samkvæmt kjarasamningi. Alltaf skal koma fram á skilagrein fyrir hvaða tímabil verið er að greiða.

Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar og skila skal iðgjöldum eigi síðar en síðasta dag þess mánaðar er iðgjald fellur á gjalddaga, ellegar reiknast dráttarvextir.

Sérstaða B-deildar

Sjóðfélögum í B-deild LSR gefst tækifæri til þess að auka verulega lífeyrissparnað sinn með því að greiða aukalega af yfirvinnulaunum í séreignarsjóð.

Heimilt er að greiða aukalega af yfirvinnulaunum að hámarki 4% fyrir þá sjóðfélaga sem enn greiða skylduiðgjald og að hámarki 4% aukalega af heildarlaunum fyrir þá sem eru iðgjaldafríir, til að fullnýta frádrátt frá skattstofni.

Við viljum því benda á að sjóðfélagar sem verða iðgjaldafríir er heimilt að greiða það iðgjald í séreignarsjóð og auka þannig lífeyrissparnað sinn.


Vegna iðgjalda í Séreign LSR

Greiða skal iðgjöld í Séreign LSR inn á reikning:

  • 0334-26-58850
  • Kt. 421198-2259 Lífeyrissj.starfsm.rík. S-deild
  • LSR býður upp á að krafa myndist sjálfkrafa í heimabanka. Sendið beiðni á idgjold@lsr.is sé þess óskað.