VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður

Lögfesting á endurhæfingargjaldi til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs

Myndmerki VIRK starfsendurhæfingarsjóðsSamkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 73/2011 sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2011 ber öllum launagreiðendum að greiða 0,13% af heildarlaunum allra starfsmanna sinna til VIRK frá og með 1. september 2011.

Þann 1.1.2016 lækkaði gjaldið tímabundið árin 2016 og 2017 úr 0,13% í 0,10%. Þessi tímabundna lækkun hefur verið framlengd reglulega síðan þá og mun gjaldið haldast áfram 0,10% árið 2022.
 
Launagreiðendum ber að standa skil á gjaldinu með sama hætti og gildir um iðgjald til lífeyrissjóðs og mun lífeyrissjóðurinn síðan ráðstafa gjaldinu til VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs. Hérna má finna leiðbeiningar um hvernig skila skal gjaldinu til LSR.

Vefsíða VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs veitir allar nánari upplýsingar.