Ellilífeyrir í A-deild LSR

Sveigjanleg starfslok

Þú getur hafið töku lífeyris í A-deild hvenær sem er á aldrinum 60 til 70 ára og þarft ekki að vera hætt/ur störfum þegar taka lífeyris hefst.

  • Fjárhæð lífeyris reiknast út frá áunnum réttindum og fylgir neysluverðsvísitölu. Sjá nánar í kaflanum um Fjárhæð ellilífeyris.
  • Almennur lífeyristökualdur er 65 ára. Þú hefur jafnframt val um að flýta töku lífeyris til 60 ára aldurs eða fresta til allt að 70 ára aldurs. Sjá nánar í kaflanum um Útborgun ellilífeyris.
  • Ekki skilyrði að vera hætt/ur störfum. Sjá nánar í kaflanum um Starf samhliða lífeyristöku.
  • Ellilífeyrir greiðist mánaðarlega og er að jafnaði eftirágreiddur.
  • Ellilífeyrir greiðist ævilangt.

Flýtileiðir