Hvað mikið?

Réttindi þín reiknast út frá greiddum iðgjöldum. Eftir því sem iðgjöld eru hærri, því meiri verða réttindin. Með því greiða iðgjöld í A-deild ávinnur þú þér á hverju ári sem nemur 1,9% af meðalmánaðarlaunum þess árs.

Áætla má fjárhæð ellilífeyris með eftirfarandi þumalputtareglu:

1,9% * árafjöldi *meðalmánaðarlaun

Með hverri greiðslu iðgjalda til A-deildar safnar þú stigum og ávinnur þér rétt til lífeyris. Sjá nánari upplýsingar um stigaávinnslu hér. 

Bæði áunnin stigaréttindi og ellilífeyrir úr A-deild fylgja breytingum á grundvallarfjárhæð A-deildar sem breytist mánaðarlega í takt við vísitölu neysluverðs. Á þann hátt eru lífeyrisréttindi í A-deild verðtryggð. 

Við töku ellilífeyris eru áunnin stig lögð saman. Fundið er réttindahlutfall með því að margfalda samanlögð stig með 1,9%. Útkoman ræður útreikningi lífeyris þar sem réttindahlutfallið er margfaldað í  grundvallarfjárhæðina á hverjum tíma. Samtals stig * grundvallarfjárhæð * 1,9% = Ellilífeyrir

Grundvallarfjárhæðin er kr. 123.951 í maí 2017.

Dæmi:
10 stig * 123.951 * 1,9% = 23.551 kr. á mánuði.

Flýtileiðir