Að sækja um lífeyri

Hvernig skal bera sig að?

Skila þarf inn útfylltri og undirritaðri umsókn til sjóðsins. Hægt er að senda undirritaða umsókn rafrænt í tölvupósti á lsr@lsr.is.

Ellilífeyrir

Þegar kemur að lífeyristöku þarftu að skila inn umsókn með góðum fyrirvara. Þegar við á, kallar sjóðurinn eftir upplýsingum um starfslok frá vinnuveitanda.

Örorka

Ef þú hefur tapað starfsorku og átt rétt á örorkulífeyri þarftu að fylla út umsókn á þar til gerðu eyðublaði. Afgreiðsla á örorkulífeyri getur tekið nokkurn tíma og með umsókninni þarf að fylgja ítarlegt læknisvottorð, ekki eldra en þriggja mánaða.

Makalífeyrir

Við andlát sjóðfélaga þarf eftirlifandi maki að skila inn umsókn um makalífeyri. Athugið að fyrrverandi makar geta líka átt rétt til makalífeyris.

Flýtileiðir