Að sækja um lífeyri

Hvernig skal bera sig að?

Skila þarf inn útfylltri og undirritaðri umsókn til sjóðsins. Ef við á kallar sjóðurinn eftir upplýsingum um starfslok.

Ellilífeyrir

Þegar kemur að lífeyristöku þarftu að skila inn umsókn með góðum fyrirvara. Sértu virkur sjóðfélagi kallar sjóðurinn eftir upplýsingum um starfslok frá vinnuveitanda.

Tvö atriði á umsóknareyðublaðinu gætu vafist fyrir þér, þ.e. hvort þú vilt að lífeyrir þinn taki sömu breytingum og verða á launum fyrir starfið (eftirmannsregla) eða hvort hann fylgi almennu reglunni og taki meðaltalsbreytingum. Ef þú ert að fara á lífeyri út á geymdan rétt áttu ekki val.

Hitt atriðið er hvort þú eigir rétt á launaviðmiði samkvæmt hærra launuðu starfi en lokastarfið. Nánari upplýsingar má finna hér á vef LSR og einnig geta ráðgjafar sjóðsins leiðbeint þér með þessi atriði.

Örorka

Ef þú hefur tapað starfsorku og átt rétt á örorkulífeyri þarftu að fylla út umsókn á þar til gerðu eyðublaði og koma með á skrifstofu sjóðsins, senda í pósti eða faxi. Afgreiðsla á örorkulífeyri getur tekið nokkurn tíma og með umsókninni þurfa að fylgja ýmis gögn; mikilvægt að þau skili sér öll til að tefja ekki afgreiðslu.

Makalífeyrir

Eftirlifandi maki á rétt á makalífeyri. Athugið að fyrrverandi makar geta líka átt rétt. Sækja þarf sérstaklega um lífeyrinn. LSR getur aðstoðað umsækjendur við að afla nauðsynlegra fylgigagna.

Flýtileiðir