LH - Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga

LH sameinast B-deild LSR 1.1.2018

Réttindi sjóðfélaga sem eru hjá LH verða flutt yfir í B-deild LSR og réttindakerfi sjóðanna samræmt. Þess hefur verið gætt að enginn sjóðfélagi tapi réttindum vegna sameiningarinnar.

Samkvæmt lögum um LH er hjúkrunarfræðingum heimilt að greiða í sjóðinn án tillits til starfshlutfalls en samkvæmt lögum um B-deild LSR má starfið eigi vera minna en hálft starf til að heimilt sé að greiða í B-deild. Þessi sérregla fyrir sjóðfélaga LH fellur niður og mun sama regla gilda um þá og sjóðfélaga í B-deildar LSR. Þó mun þeim hjúkrunarfræðingum sem greiddu af minna en 50% starfshlutfalli á árinu 2017 vera það heimilt áfram.

Spurt og svarað


Lífeyrir og reglur

Almennur lífeyristökualdur er 65 ár. Samkvæmt aðlögunarreglu eða 95 ára reglu gætir þú hafið töku lífeyris fyrr. Ekki er heimilt að vera í föstu starfi meðfram lífeyristöku.

Tegundir lífeyris

Auk ellilífeyris er greiddur makalífeyrir eftir látinn sjóðfélaga og örorkulífeyrir ef þú verður fyrir orkutapi. Barnalífeyrir er greiddur fram til 18 ára aldurs.

Meðaltals- og eftirmannsregla

Tvær meginreglur gilda um breytingar á framtíðarlífeyrisgreiðslum; að lífeyrir fylgi meðalbreytingum á launum opinberra starfsmanna eða breytingum á kjarasamningi. 

Réttindi í öðrum sjóðum

Lífeyrisgáttin er leið til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum. Lífeyrisgáttina er að finna inn á sjóðfélagavef LSR.