Ellilífeyrir í LH

Almennur lífeyristökualdur er 65 ár

Tvær reglur gilda um réttindaávinnslu og lífeyristökualdur: 32 ára reglan og 95 ára reglan. Sérstök aðlögunarregla gildir fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem eru fæddir fyrir 1950.

  • Skilyrði lífeyristöku er að sjóðfélagi hafi látið af því starfi sem veitir rétt til aðildar að sjóðnum.
  • Almennur lífeyristökualdur í LH er við 65 ára aldur.
  • Þeir sem ná 95 ára reglu geta hafið töku lífeyris fyrr en í fyrsta lagi þegar 60 ára aldri er náð. 
  • Sjóðfélagar á aðlögunarreglu geta hafið töku lífeyris fyrir 65 ára aldur. 
  • Lífeyrir er almennt reiknaður af fullum dagvinnulaunum við starfslok.
  • Fjárhæð lífeyris reiknast sem hlutfall áunninna réttinda af viðmiðunarlaunum.
  • Lífeyrir er greiddur af vaktaálagi, orlofsuppbót og persónuuppbót.

Flýtileiðir