Aðlögun

að breytingum á lífeyrismálum hjúkrunarfræðinga árið 1997

Lífeyristökualdur

Samkvæmt eldri reglum áttu þeir hjúkrunarfræðingar, sem ekki höfðu sótt um makalífeyristryggingu, rétt á að hefja töku lífeyris við 60 ára aldur, en við 65 ára aldur ef sjóðfélagi hafði sótt um makalífeyristryggingu.

Eftir breytinguna árið 1997 er almennur lífeyristökualdur 65 ár.

Heimilt er þó að hefja töku lífeyris fyrr eða frá 60 ára aldri ef samanlagður greiðslutími í sjóðinn og aldur sjóðfélaga nær 95 árum. Eftir breytinguna hefur makalífeyrisréttur engin áhrif á það hvenær sjóðfélagar eiga rétt á að hefja töku ellilífeyris.

 Aldur 1.1.1997

Lífeyristökualdur 
55 60
54  60,5
53  61
52  61,5
51  62
50  62,5
49  63
48  63,5
47  64
46  64,5

Hafi sjóðfélagi náð 95 ára reglunni fyrir þau aldursmörk sem tilgreind eru í þessari töflu, getur hann hafið töku lífeyris þegar því marki er náð, en þó ekki fyrr en við 60 ára aldur.

Aðlögun

Gert er ráð fyrir aðlögun að þessari breytingu þannig að þeir hjúkrunarfræðingar sem orðnir voru 55 ára 1. janúar 1997, eiga rétt á að hefja töku lífeyris við 60 ára aldur. Jafnframt eiga sjóðfélagar, sem voru á aldrinum 45 ára til 55 ára 1. janúar 1997, rétt á að hefja töku lífeyris fyrir 65 ára aldur samkvæmt reglum sem sýndar eru í töflu að ofan.