Uppsögn á samningi

 

Samningi um greiðslu iðgjalds til Séreignar LSR er hægt að segja upp með tveggja mánaða fyrirvara. Samningurinn fellur þó úr gildi ef sjóðfélagi hættir störfum sem veitir aðild að lífeyrissjóðnum nema hann óski þess að halda áfram greiðslum til Séreignardeildar.

Uppsögn veitir ekki rétt til útborgunar innistæðu eða réttinda. Aðilar samnings um séreignarsparnað geta samið um að flytja innistæðu eða réttindi eftir uppsögn milli þeirra sem boðið geta upp á samninga af þessu tagi sbr. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 129/1997.

Þjónustufulltrúar veita frekari upplýsingar. Hægt er að senda fyrirspurnir á sereign@lsr.is.

 

Flýtileiðir