Störf í boði

Sérfræðingur á réttindasviði

LSR óskar eftir að ráða talnaglöggan einstakling með ríka þjónustulund á réttindasvið sjóðsins.Verkefnin sem felast í starfinu eru fjölbreytt og kalla á góða greiningargetu og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Um framtíðarstarf er að ræða

Starfssvið 

 • Lífeyrisútreikningar
 • Ráðgjöf varðandi lífeyrisréttindi sjóðsfélaga
 • Meðhöndlun og úrvinnsla umsókna um lífeyri og breytinga á lífeyrisréttindum
 • Endurskoðun og gæðaeftirlit
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf mikill kostur, þá helst á sviði viðskiptafræði eða rekstrarfræði
 • Reynsla af ofangreindum eða sambærilegum verkefnum
 • Reynsla af starfi innan lífeyrissjóðs mikill kostur
 • Góð íslenskukunnátta
 • Góð tölvukunnátta skilyrði, góð kunnátta á Excel mikill kostur
 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Talnagleggni og góð greiningargeta
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Þjónustulund og metnaður í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 17. júní nk. Sótt er um starfið hjá hjá Capacent.

Sjá nánari upplýsingar á vef Capacent.


LSR er stéttarfélagstengdur lífeyrissjóður sem tryggir sjóðfélögum sínum víðtæk réttindi við starfslok, örorku og fráfall.
LSR er stærsti lífeyrissjóður á Íslandi. Hjá sjóðnum starfar öflugur hópur að krefjandi verkefnum við góð vinnuskilyrði.