Störf í boði

Starf á réttindasviði

LSR leitar eftir að ráða til starfa talnaglöggan aðila til að sinna starfi á réttindasviði

Starfið er tímabundið til a.m.k. eins árs.

Markmið starfsins:

 • Að iðgjaldaskil séu rétt.
 • Eftirlit með að réttum iðgjöldum sé skilað.
 • Að mánaðarlegt uppgjör sé gert á tilsettum tíma.
 • Fyrirspurnum varðandi iðgjaldaskil sé svarað greiðlega.
 • Að aðildarreglum sjóðsins sé framfylgt.

Starfssvið

 • Skráning skilagreina. Innlestur á textaskrám og XML.
 • Samskipti við launagreiðendur varðandi rétt skil og leiðréttingar.
 • Útsending greiðsluseðla fyrir ógreiddum iðgjöldum í hverjum mánuði.
 • Ber ábyrgð á að mánaðarlegt uppgjör á iðgjaldareikningum sé tilbúið á tilsettum tíma.
 • Leiðrétta villur á iðgjöldum sem koma upp samkvæmt villulistum sem teknir eru út reglulega.
 • Kalla eftir, vakta og svara umsóknum í A-deild. Skrá leiðasögu og aðild í Kríu.
 • Afla sér þekkingar á iðgjaldaskilum til LSR til að geta svarað fyrirspurnum frá launagreiðendum og sjóðfélögum varðandi iðgjaldaskil.
 • Framkvæma erfðaflutninga í Séreign. 
 • Endurskoða breytingar á samningum um Séreign.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Þekking á bókhaldi og/eða lífeyri kostur.
 • Reynsla af starfi innan lífeyrissjóðs mikill kostur.
 • Góð tölvukunnátta skilyrði, grunn kunnátta í Excel kostur.
 • Talnagleggni og góð greiningargeta.
 • Þjónustulund og metnaður í starfi.
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl nk. 
Sótt er um starfið hjá hjá Capacent.

Sjá nánari upplýsingar á vef Capacent.Um LSR:
LSR er stéttarfélagstengdur lífeyrissjóður sem tryggir sjóðfélögum sínum víðtæk réttindi við starfslok, örorku og fráfall.

LSR er stærsti lífeyrissjóður á Íslandi. Hjá sjóðnum starfar öflugur hópur að krefjandi verkefnum við góð vinnuskilyrði.