Störf í boði

Þjónusturáðgjafi – sérfræðingur í lána- og lífeyrisréttindum

LSR leitar að þjónusturáðgjafa til að starfa í þjónustudeild sjóðsins.

Þjónusturáðgjafi – sérfræðingur í lána- og lífeyrisréttindum.

LSR leitar að þjónusturáðgjafa til að starfa í þjónustudeild sjóðsins.

Þjónusturáðgjafi leiðbeinir sjóðfélögum um  lífeyris-, iðgjalda- og lánamál. Verkefnin sem felast í starfinu eru fjölbreytt og reyna á víðtæka þekkingu á starfsemi LSR.

Starfssvið:

 • Ráðgjöf varðandi lífeyrisréttindi sjóðfélaga
 • Leiðbeiningar vegna lána til sjóðfélaga
 • Móttaka erinda, svörun og skjalfesting gagna
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Viðskipta- eða hagfræðimenntun.
 • Þekking á lánum og/eða lífeyri kostur
 • Reynsla af starfi innan lífeyrissjóðs mikill kostur
 • Góð íslenskukunnátta skilyrði
 • Góð tölvukunnátta skilyrði, grunnkunnátta í Excel kostur
 • Þjónustulund og metnaður í starfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að starfa undir álagi og tileinka sér nýja hluti
 • Talnagleggni og góð greiningargeta

Umsóknarfrestur er til og með 17. september nk. 
Sótt er um starfið hjá Sigurlaugu Jónsdóttur hjá Capacent.
Sjá nánari upplýsingar á vef Capacent.


Um LSR:
LSR er stéttarfélagstengdur lífeyrissjóður sem tryggir sjóðfélögum sínum víðtæk réttindi við starfslok, örorku og fráfall.

LSR er stærsti lífeyrissjóður á Íslandi. Hjá sjóðnum starfar öflugur hópur að krefjandi verkefnum við góð vinnuskilyrði.