Vegna COVID-19

Lokun og lausnir hjá LSR vegna COVID-19

Afgreiðsla LSR verður lokuð frá og með mánudeginum 16. mars. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að tilkynnt var um samkomubann vegna COVID-19 sem taka mun gildi í byrjun næstu viku. Áður hafði embætti ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna útbreiðslu veirunnar. Starfsfólk mun áfram sinna verkefnum og þjónustu við sjóðfélaga en gera má ráð fyrir því að afgreiðsla mála kunni að lengjast lítillega. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

Frá 14. maí 2020 hefur LSR opnað fyrir móttöku og afhendingu skjala virka daga milli kl. 10:00 - 15:00 í afgreiðslu sjóðsins að Engjateigi 11. Einnig er áfram hægt að koma pappírum í læstan póstkassa í anddyri sjóðsins milli kl. 9:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga og 9:00 - 15:00 á föstudögum.

Þar sem enn er lokað fyrir almenna afgreiðslu þá hefur verið opnað fyrir bókun viðtals í síma- eða fjarfundi í bókunarkerfi á vef LSR og á Mínum síðum á vef LSR. Bókun viðtals kemur til viðbótar við hefðbundna þjónustu í síma og tölvupósti til að auka þjónustu við sjóðfélaga.

Almenn þjónusta í síma er eftir sem áður opin alla virka daga milli kl. 9:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga og 9:00 - 15:00 á föstudögum og hægt að senda erindi í tölvupósti á lsr@lsr.is.

Tilkynning um lokun afgreiðslu | Closing of offices

Please find information in English below.

Afgreiðsla LSR verður lokuð frá og með mánudeginum 16. mars. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að tilkynnt var um samkomubann vegna COVID-19 sem taka mun gildi í byrjun næstu viku. Áður hafði embætti ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna útbreiðslu veirunnar. Starfsfólk mun áfram sinna verkefnum og þjónustu við sjóðfélaga en gera má ráð fyrir því að afgreiðsla mála kunni að lengjast lítillega. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

Á meðan á lokuninni stendur hvetur LSR sjóðfélaga til að nýta rafræna þjónustu og leita upplýsinga í síma eða með tölvupósti.

Hægt er að nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán á Mínum síðum á vef LSR. Að auki er hægt að sækja um lífeyri og skila inn eyðublöðum þar í gegn með rafrænum skilríkjum í síma.

Lánsumsókn og fylgigögn er hægt að senda með tölvupósti á netfangið lsr@lsr.is .

 • Hægt er að koma gögnum til LSR í póstkassa sem staðsettur er í anddyri sjóðsins.
 • Gögn sem þurfa að berast viðskiptamönnum verða send í pósti.
 • Hægt er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á lsr@lsr.is.
 • Símaþjónusta er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 til 16:00 og föstudaga frá kl. 9:00 til 15:00 í síma 5106100.

LSR offices closed for outside visits and clients due to COVID-19

As of Monday March 16, LSR will close its offices for outside visits and clients. These measures are taken due to the COVID-19 and the authorities‘ ban on public and social gathering as well as the request of 2 meters minimum distance between persons. LSR's personnel will continue to attend work and keep as good an operation as possible in light of the current situation.

During the closing of the LSR offices, people are encouraged to use the online login page Mínar síður for various information and operation concerning i.e. application of pension payments.

For loan applications and supporting documents, please send emails to lsr@lsr.is.

 • A post box for dropping off documents can be found inside the entrance to the LSR offices.
 • All questions and concerns will be appreciated via email at lsr@lsr.is.
 • Telephone services are available Mondays to Thursdays from 9:00 – 16:00 and Fridays from 9:00 - 15:00 at 5106100.

 

Frestun á endurmati á örorku

Félag íslenskra heimilislækna áætlar að erfitt verði að afgreiða beiðnir um ný læknisvottorð næstu þrjá mánuði vegna álags hjá heilsugæslum landsins. LSR mun því fresta endurmati á örorku næstu þrjá mánuði hjá lífeyrisþegum sem ekki geta útvegað nýtt læknisvottorð.

LSR vill því beina því til lífeyrisþega sinna sem eiga að skila inn læknisvottorðum á næstu þremur mánuðum að fylgjast vel með tilkynningum frá heilsugæslum, óska eftir nýju læknisvottorði þegar heilsugæslan tekur aftur við slíkum beiðnum og koma þeim til LSR. Fram að þeim tíma munu örorkulífeyrisgreiðslur ekki stöðvast þótt komið sé að endurmati.

Ofangreind frestun nær einnig til þeirra lífeyrisþega sem fengu senda beiðni um nýtt læknisvottorð fyrr í mars mánuði 2020.

Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um frestunina.

Ofangreind frestun nær ekki til stöðvana vegna endurmats sem áttu sér stað fyrir mars 2020.

 

Sérstök úttekt á séreignarsparnaði

Alþingi hefur samþykkt lög þar sem kveðið er á um tímabundna heimild til úttektar séreignarsparnaðar vegna COVID-19.

 • Hámarksúttekt miðast við 12.000.000 kr., óháð því hvort samanlagður séreignarsparnaður sé í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila.
 • Inneignin greiðist út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 15 mánuðum eða 800.000 kr. á mánuði fyrir skatt.
 • Útgreiðslutími styttist ef um lægri fjárhæð en 12.000.000 kr. er að ræða.
 • Inneignin sem hægt verður að taka út miðast við stöðuna 1. apríl 2020, en þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 12.000.000.
 • Umsóknartímabilið er 1. apríl 2020 til 1. janúar 2021.
 • Óski rétthafi eftir útgreiðslu séreignarsparnaðar skal hann leggja fram umsókn þess efnis hjá viðkomandi vörsluaðila. Stafræna umsókn um útgreiðslu séreignar hjá LSR má finna hér.
 • Tekjuskattur er dreginn af útgreiðslunni.
 • Útgreiðslan skerðir ekki vaxta-, barna- eða aðrar tryggingabætur.

Nánar

 

Greiðslufrestur á sjóðfélagalánum

Lántökum hjá LSR býðst að fresta greiðslum á lánum sínum hjá LSR. Lántökum stendur til boða að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól, vöxtum og verðbótum og er greiðslubyrði þá felld niður að öllu leyti tímabundið. Einnig geta lántakar sótt um að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól en greiða áfram vexti og verðbætur og er greiðslubyrði þá felld niður að hluta tímabundið.

Með því að bjóða upp á greiðslufrest á sjóðfélagalánum vill LSR koma til móts við þá lántaka sem eiga í greiðsluerfiðleikum eða sjá fram á greiðsluerfiðleika. Hafa þarf þó í huga að greiðslufrestun leiðir til þess að afborganir lána hækka þegar greiðslufrestun lýkur. Hægt er að sækja um frestun greiðslna á sjóðfélagalánum til allt að 12 mánaða.

Frekari upplýsingar um greiðslufrest lána ásamt öðrum úrræðum um greiðsluvanda má finna hér.

Hér má finna stafræna umsókn um greiðslufrest lána. Innskráning þarf að vera með rafrænum skilríkjum í síma og sömuleiðis þarf að skrifa undir umsóknina með rafrænum skilríkjum í síma.

Upplýsingar um lán, lánsnúmer og fleira má finna á Mínum síðum.

Ef lántaki er ekki með rafræn skilríki í síma, má nálgast umsóknina hér á .pdf formi. Prenta þarf út umsóknina, skrifa undir og senda í tölvupósti á lsr@lsr.is.