Ársfundur LSR og LH

22.05.2017

Ársfundur LSR og LH verður haldinn miðvikudaginn 24. maí kl. 15 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslum stjórna LSR og LH, ársreikningi, tryggingafræðilegri úttekt, skuldbindingum launagreiðenda, fjárfestingarstefnu og breytingum á samþykktum.

Ársskýrsla LSR og LH fyrir árið 2016 er komin út. Vakin er athygli á að ársskýrslan er eingöngu aðgengileg á rafrænu formi á vef LSR. Hér má nálgast nýjustu ársskýrslu LSR á PDF formi.