Aukinn liðsstyrkur hjá LSR

22.11.2022

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, hefur fengið tvo nýja starfsmenn til liðs við sjóðinn á tveimur mismunandi sviðum. Edda Björk Agnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings í áhættustýringu og Karen Ýr Lárusdóttir er nýr sérfræðingur á lífeyrissviði. Þær hafa þegar hafið störf hjá sjóðnum.

Edda-Bjork-AgnarsdottirEdda Björk hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2002. Hún kemur til LSR frá Íslandssjóðum, þar sem hún var forstöðumaður áhættustýringar og innra eftirlits frá 2017 eftir að hafa starfað þar sem sérfræðingur í áhættustýringu frá 2009. Þar áður starfaði hún m.a. hjá Straumi fjárfestingarbanka, JP Morgan Asset Management í London og bandaríska sjóðastýringarfyrirtækinu PIMCO í München. Edda Björk er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Meginverkefni hennar hjá LSR verða áhættugreiningar og eftirlit með helstu áhættuþáttum í starfsemi sjóðsins.

Karen-Yr-Larusdottir-LSR
Karen Ýr bætist í hóp sérfræðinga á lífeyrissviði sem eru sjóðfélögum innan handar við ráðgjöf og úrvinnslu umsókna. Karen Ýr var áður aðfangakeðjustjóri hjá Medis þar sem hún starfaði frá 2018 eftir tveggja ára dvöl í Danmörku. Þar áður hafði Karen Ýr starfað í rekstrardeild Íslandsbanka frá því að hún lauk námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands 2013.