LSR leiðréttir ný sjóðfélagalán vegna rangrar vísitölu neysluverðs

19.10.2016

Í mars sl. urðu Hagstofunni á mistök við útreikning á vísitölu neysluverðs sem leiðrétt voru nú í september, eins og fjallað er um í eftirfarandi frétt á heimasíðu hennar: https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/verdlag/visitala-neysluverds-i-september-2016/.

Þessi mistök valda meðal annars því að þeir lántakar sem fengu eða fá greidd út lán sín á tímabilinu 1.maí til 31.október 2016 verða fyrir meiri kostnaði við lánið en ella hefði orðið.  LSR hefur ákveðið að leiðrétta höfuðstól viðkomandi lána til að jafna þessi áhrif. LSR mun á næstu vikum reikna út og endurgreiða mismuninn inn á höfuðstól lánanna. Fyrirséð er að leiðréttingin mun taka einhvern tíma en viðskiptavinir munu fá tilkynningu um leiðréttinguna þegar hún hefur verið framkvæmd.