Breytingar á skattlagningu á árinu 2010

07.01.2010

Í desember síðastliðnum samþykkti Alþingi breytingar á lögum um tekjuskatt.

Frá 1.1.2010 er tekjuskatti skipt í 3 þrep og útreikningur fyrir mánaðartekjur verður sem hér segir:

• Af fyrstu 200.000 kr. er tekjuskattur 37,22%
• Af næstu 450.000 kr. er tekjuskattur 40,12%
• Af fjárhæð umfram 650.000 kr. er tekjuskattur 46,12%

Fullur persónuafsláttur árið 2010 er kr. 44.205 á mánuði.

Það er á ábyrgð hvers lífeyrisþega að tilkynna í hvaða skattþrepi tekjuskattsgreiðslur eiga að vera. Séu laun greidd frá fleiri en einum launagreiðanda er mikilvægt að slíkar upplýsingar berist sjóðnum til að tryggt sé að réttur tekjuskattur sé reiknaður hverju sinni. Komi til þess að röngum tekjuskatti sé skilað kemur til uppgjörs við álagningu í ágúst ár hvert með 2,5% álagi.

Skattleysismörk lífeyrisþega eru frá 01.01.2010 kr. 118.767 á mánuði miðað við 100% skattkort.

Allar nánari upplýsingar um skattaárið 2010 má finna á vef RSK.