Útsending launamiða
LSR hefur lokið útsendingu launamiða fyrir árið 2007. Launamiðar voru sendir til allra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2007 úr A- og B-deild LSR, Séreign LSR og LH.
Lífeyrisþegar eru hvattir til að yfirfara upplýsingar á launamiðum og hafa samband við sjóðinn ef athugasemdir finnast. Upplýsingar um lífeyrisgreiðslur koma forskráðar inn á skattaframtöl.
Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk lífeyrisdeildar í síma 510-6100 einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið lsr@lsr.is.
Til athugunar fyrir launagreiðendur
Allar upplýsingar um sjóði LSR eru í kafla „Launagreiðendur“ á heimasíðunni.
Upplýsingar um SAL númer og kennitölur hjá LSR:
650 B-deild dagvinna
653 B-deild vaktaálag
654 B-deild iðgjaldafríir
657 B-deild grunnskólakennarar
658 B-deild grunnskólakennarar á reglu
350 Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga dagvinna
351 Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga vaktaálag
352 Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga á reglu
651 Lífeyrissjóður alþingismanna
652 Lífeyrissjóður ráðherra
660 A-deild
670 S-deild
B-deild LSR kt. 430269-6669
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga kt. 430269-4889
A-deild LSR kt. 550197-3409
LA kt. 600281-0389
LR kt. 600281-0119