Sex af hverjum tíu lífeyrisþegum á meðaltalsreglu

17.02.2007

Um síðustu áramót fékk 61% lífeyrisþega í B-deild LSR greiddan lífeyri samkvæmt meðaltalsreglu en 33% lífeyrisþega í Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga fylgja þeirri reglu.

Af þeim10.800 sjóðfélögum í B-deild LSR og LH sem fengu greiddan lífeyri þann 1. janúar sl. fá 6.500 lífeyri sem tekur meðaltalsbreytingum en 4.300 fá lífeyri sem tekur sömu breytingum og verða á launum fyrir það starf sem þeir sinntu, þ.e. samkvæmt eftirmannsreglu.

Lífeyrir úr B-deild LSR og LH getur hækkað með tvennum hætti: Almenna reglan er að lífeyrir fylgi meðalbreytingum sem verða á dagvinnulaunum opinberra starfsmanna. Hin reglan er val sjóðfélagans, þ.e. að lífeyrir fylgi sömu breytingum og verða á launum fyrir það starf sem þeir sinntu. Stærstur hluti þeirra sem er á eftirmannsreglu er í raun að taka lífeyri samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum og skiptir þá ekki máli hver eftirmaðurinn er.

Heimild til breytinga á lífeyrisgreiðslum skv. meðaltalsreglu kom fyrst inn í lög sjóðsins á árinu 1997. Frá þeim tíma hefur sjóðfélögum á meðaltalsreglu fjölgað ár frá ári. Þeir sem nú fá greitt samkvæmt eftirmannsreglu geta hvenær sem er óskað eftir því að fá lífeyri er tekur meðaltalsbreytingum og er það endanlegt val