Séreign LSR býður áfram upp á 100% verðtryggð innlán

06.01.2006

Um síðustu áramót lauk aðlögun að breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum er nú óheimilt að binda meira en 25% af hreinni eign í innlánum hjá einni innlánsstofnun. Í Leið 3 hjá Séreign LSR er fjárfestingarstefnan sú að einungis er fjárfest í verðtryggðum innlánum. Þannig hefur þessi breyting þau áhrif að nú er þessum innlánum dreift jafnt á fjórar innlánsstofnanir. Áfram er reglulega leitað að sem bestum kjörum handa sjóðfélögum og eru verðtryggðir vextir Leiðar 3 í dag 4,55%. Leið 3 er ákjósanlegur ávöxtunarkostur fyrir þá sjóðfélaga sem eiga skammt í lífeyristöku eða þá sem vilja lágmarka áhættu og sveiflur í ávöxtun.