Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki grunnlífeyri almannatrygginga.

05.01.2006

Vegna frétta í fjölmiðlum undanfarna daga um skerðingu viðbótarlífeyrissparnaðar á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga er rétt að taka fram að hjá Tryggingastofnun ríkisins eru greiðslur vegna viðbótarlífeyrissparnaðar meðhöndlaðar með sama hætti og greiðslur úr lífeyrissjóðum við útreikning bóta. Þetta þýðir í raun að allar greiðslur vegna viðbótarlífeyrissparnaðar skerða ekki grunnlífeyri almannatrygginga.

Sjá nánari umfjöllun í fréttatilkynningu Landssamtaka Lífeyrissjóða.