Forskráning á skattframtöl

10.02.2009

Öll lán lífeyrissjóðsins eru nú forskráð á sundurliðunarblaðinu með skattframtali til hagræðingar fyrir lántakendur. Við ákvörðun á færslu LSR lána inn á skattframtölin skiptir máli hvort þau hafa verið tekin vegna íbúðarkaupa eða ekki. Það er því ekki hægt að færa þau inn að fullu fyrirfram heldur verða lántakendur að ákveða hvernig þau skuli færð inn í endanlegt framtal svo rétt sé.