Tilkynning til sjóðfélaga í Séreign LSR

20.10.2008

LSR verður vegna sérstakra aðstæðna á mörkuðum að loka tímabundið fyrir flutning á eign á milli fjárfestingaleiða og útborgun úr leiðum I og II í Séreign LSR. Aðstæður á mörkuðum nú um stundir kalla á lokunina svo gætt sé hagsmuna allra sjóðfélaga Séreignar LSR. Er þetta talin nauðsynleg ráðstöfun þar sem ekki er hægt að reikna gengi og verðmæti ýmissa eigna í Séreign LSR. Lokunin er tímabundin og biðst LSR velvirðingar á þeim óþægindum sem hún kann að valda sjóðfélögum.

Tilkynning um opnun á flutning og úttekt verður birt á heimasíðu LSR.