LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins

05.02.2012

Í fréttaflutningi af skýrslu nefndar sem falið var að gera úttekt á fjárfestingum lífeyrissjóða í aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi hefur ítrekað komið fram að LSR og LH hafi tapað mest allra lífeyrissjóða. Vegna þessa er nauðsynlegt að benda á eftirfarandi:

  1. Samkvæmt skýrslu úttektarnefndar er reiknað tap LSR og LH í takt við meðaltap lífeyriskerfisins í heild, hvorki meira né minna.
  2. LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins. Þess vegna verða allar tölur stærri þar en hjá öðrum lífeyrissjóðum.
  3. LSR og LH eru 20% af lífeyriskerfinu á Íslandi. LSR og LH eiga í dag og hafa á undanförnum árum átt 20% af heildareignum lífeyrissjóða.
  4. 20% af iðgjöldum landsmanna eru greidd í LSR og LH.
  5. LSR er elsti lífeyrissjóður landsins.
  6. LSR og LH greiða þriðjung af öllum lífeyrisgreiðslum úr íslenskum lífeyrissjóðum.