Útsending yfirlita í Séreign LSR

24.10.2012

Þeir sjóðfélagar í Séreign LSR sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti á næstu dögum. Yfirlitið sýnir upplýsingar um inneign, ávöxtun og iðgjaldagreiðslur á fyrri helmingi ársins 2012. Mjög mikilvægt er að bera saman yfirlitið og launaseðla frá launagreiðanda. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Hægt er að afþakka yfirlit á pappír og sækja allar upplýsingar með rafrænum hætti á sjóðfélagavef LSR Einnig er hægt að hafa samband við LSR í síma 510-6100 eða senda netpóst á lsr@lsr.is til að afþakka yfirlit á pappír.
 
Til að óska eftir lykilorði að sjóðfélagavef LSR er nóg að senda beiðni í netpósti á adgangur@lsr.is.
 
Fréttabréf Séreignar LSR fylgir yfirlitunum.