Breytingar á séreignarsparnaði

03.01.2014

Alþingi hefur samþykkt að framlengja tímabundna heimild til úttektar á séreignarsparnaði til 1. janúar 2015 ásamt því að hækka heildarfjárhæðina úr 6.250.000 kr. í 9.000.000 kr. Miðast heimildin við stöðu á séreignarsparnaði þann 1.1.2014.

Sjá nánari upplýsingar hér.
 
Alþingi hefur einnig samþykkt breytingu á lögum um tekjuskatt sem heimilar á ný 4% frádráttarbært iðgjald launþega í séreignarsparnað frá og með 1. júlí 2014. Tímabundin lækkun á frádráttarbæru iðgjaldi í séreignarsparnað úr 4% í 2% hefur verið í gildi frá 1.1.2012.