Miklar greiðslur til hagsbóta fyrir lífeyrisþega

29.04.2015

LSR og LH eru elstu lífeyrissjóðir landsins og eiga sér langa sögu. Þeir veita sjóðfélögum jafnframt góð réttindi en sjóðirnir greiða rúmlega þriðjung af öllum lífeyri sem greiddur er úr íslenskum lífeyrissjóðum. Miklar greiðslur LSR og LH skila ríkissjóði skatttekjum og létta á greiðslum almannatrygginga.

Greiðslur LSR og LH til lífeyrisþega námu 35,6 milljörðum kr. á árinu 2014 eða sem nemur 3 milljörðum á mánuði að meðaltali. Alls fengu 19.539 lífeyrisþegar greiðslur úr sjóðunum. Lífeyrisgreiðslur jukust um 11,9% á árinu 2014 en stærstur hluti þeirra var úr B-deild LSR eða 29 milljarðar kr. Lífeyrisgreiðslur úr A-deild LSR hafa farið vaxandi undanfarin ár en þær voru 3,3 milljarðar kr. í fyrra og jukust um 32% milli ára.

Samsetning lífeyrisgreiðslna eftir tegund lífeyris er ólík milli deilda LSR og LH. Í heildina voru 78% lífeyrisgreiðslna úr sjóðunum vegna ellilífeyris. Vægi makalífeyrisgreiðslna var 14% af greiðslum, örorkulífeyrir nam 7% af greiðslum og barnalífeyrir 0,4%. Þá nýttu 235 sjóðfélagar sér tímabundna heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar en þær greiðslur námu 223 milljónum kr. eða 0,6% af lífeyrisgreiðslum alls.

Af þeim 31,7 milljörðum kr. sem greiddir voru í lífeyri úr B-deild LSR og LH á síðasta ári fékk sjóðurinn 11,3 milljarða greidda frá launagreiðendum vegna hlutdeildar þeirra í greiðslu lífeyris.

Lífeyrisgreiðslur tafla


Skipting lífeyrisgreiðslna 2014