Breytilegir vextir sjóðfélagalána frá 1. október 2015

01.09.2015

Breytilegir vextir sjóðfélagalána munu frá og með 1. október næstkomandi verða 3,20%. Breytilegir vextir sjóðfélagalána eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á 
undan að viðbættu 0,60% álagi. Nýjasta útreikning breytilegra vaxta má finna hér.

Vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum breytast fjórum sinnum á ári; þann 1. janúar, 1. apríl,1. júlí og 1. október ár hvert.

Stjórn LSR er þó ávallt heimilt að taka ákvörðun um að vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum taki breytingum miðað við annað viðmið en að framan greinir eða að þeir breytist samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og taka þá mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði.