LSR lækkar vexti og hækkar veðsetningarhlutfall

07.12.2015

Stjórn LSR hefur ákveðið að lækka fasta vexti nýrra sjóðfélagalána í 3,60%.  Jafnframt hefur stjórnin samþykkt að hækka veðsetningarhlutfall í allt að 75%. Breytilegir vextir munu frá og með 1. janúar nk. jafnframt lækka í 3,13% en þeir eru nú 3,20%.

Áður voru fastir vextir nýrra sjóðfélagalána 3,70% og hámarksveðsetningarhlutfall var 65%. Nýlega var lántökugjald jafnframt lækkað í 0,75%.  Breytingarnar miða að því að gera sjóðfélagalán LSR að enn hagstæðari valkosti. 

Allir þeir sem hafa einhvern tímann greitt iðgjald til LSR eiga lánsrétt hjá sjóðnum.