Nýr afgreiðslutími hjá LSR

30.09.2022

Frá og með 3. október næstkomandi mun afgreiðslutími LSR breytast, þannig að opnunartími afgreiðslu okkar að Engjateigi 11 verður 9:00 til 15:30 mánudaga til fimmtudaga og 9:00 til 14:00 á föstudögum. Símaþjónusta LSR í síma 510 6100 verður jafnframt í boði á þessum tíma.

Með breytingunni einfaldar sjóðurinn opnunartíma sinn, en síðustu mánuði hefur verið mismunandi opnunartími á afgreiðslu LSR annars vegar og í síma hins vegar. Opnunartími afgreiðslu lengist eftir breytinguna en þjónusta í síma styttist.

Nýr opnunartími tekur mið af styttingu vinnuvikunnar og aukinni nýtingu sjóðfélaga á rafrænum lausnum sem hafa einfaldað verulega afgreiðslu flestra mála. Við hvetjum sjóðfélaga til að nýta sér rafrænar lausnir eins og kostur er.

Hægt er að nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán á Mínum síðum á vef LSR. Að auki er hægt að sækja um lífeyri og lán ásamt því að skila inn eyðublöðum með rafrænum skilríkjum. Jafnframt má senda fyrirspurnir í tölvupósti á eftirfarandi netföng:

Fyrir lífeyrismál: lifeyrir@lsr.is

Fyrir iðgjöld og séreign: idgjold@lsr.is

Fyrir lánamál: lan@lsr.is

Almennar fyrirspurnir: lsr@lsr.is