Ráðstöfun á séreignarsparnaði skattfrjálst inn á lán

Stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð

07.07.2017

Þann 1. júlí s.l. tóku gildi lög nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð ásamt því að framlengja núverandi úrræði um greiðslu séreignar skattfrjálst inn á fasteignalán.

Lögin heimila þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign að nota séreignarsparnað í 10 ár til að safna skattfrjálst upp í útborgun eða til að greiða niður höfuðstól á sambærilegan hátt og í eldra úrræði. Einnig verður heimilt að greiða skattfrjálst inn á afborganir óverðtryggðra lána sem tekin eru vegna kaupanna. Greiðslur hvers einstaklings inn á lán geta numið allt að fimm milljónum króna á tíu ára tímabili.

Ráðstöfun á séreignarsparnaði skattfrjálst inn á lán mun við þessa lagasetningu skiptast í þrennt:

  1. Séreign inn á lán – úrræði frá 1.7.2014 framlengt til 30.6.2019
  2. Húsnæðissparnaður – úrræði frá 01.07.2014 framlengt til 30.06.2019
  3. Stuðningur við kaup á fyrstu íbúð  - hægt að sækja um frá 01.07.2017

Forsenda þess að nýta sér þessi úrræði er að hafa gert samning um séreignarsparnað.

Sótt er um úrræðin á vef RSK www.leidretting.is.

Hér á vef LSR má finna nánari upplýsingar.