Rafrænar umsóknir með einföldum hætti

17.07.2019

Á Mínum síðum á vef LSR hafa nú bæst í hópinn sjö nýjar umsóknir og eyðublöð til viðbótar við umsókn um eftirlaun og val á reglum sem fyrir voru. Nú er því hægt að skila inn öllum umsóknum og eyðublöðum í A-deild, B-deild og Séreign LSR á rafrænan hátt.

Allir sem eiga rafræn skilríki eða Íslykil geta skráð sig inn á Mínar síður og sótt um með einföldum hætti. Þær umsóknir sem kalla eftir rafrænni undirritun nýta rafræn skilríki í síma.

LSR hvetur alla umsækjendur til að sækja um á rafrænan máta.

Mínar síður - FlokkarMínar síður - Flokkar

  • Í Undirskriftir í bið má finna þær umsóknir sem á eftir að undirrita rafrænt með skilríkjum í síma.
  • Í Eldri innsendar umsóknir má finna allar umsóknir sem sendar hafa verið inn til LSR.

Mínar síður - Lífeyrir

Mínar síður - Séreign