Skattfrjáls séreign inn á lán – framlengt til 2019

31.05.2017

Allt frá 1. júlí 2014 hefur þeim sem greiða í séreignarsjóð staðið til boða að ráðstafa greiðslum sínum beint inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Úrræðið gilti til tveggja ára en hefur nú verið framlengt með lögum nr. 111/2016 og gildir því til júníloka 2019.

Þeir sjóðfélagar sem hafa nýtt sér úrræðið, þurfa nú að taka afstöðu til þess hvort að þeir óski eftir framlengingu. Óskað er eftir framlengingu á vef ríkisskattstjóra www.leidretting.is. Taka þarf afstöðu fyrir júnílok ellegar mun ráðstöfuninni ljúka á þeim tímapunkti. Með nýrri umsókn er hægt að hefja ráðstöfun að nýju allt til loka júní 2019.

Sjá nánari upplýsingar í frétt á vef RSK.