Launagreiðendavefur uppfærður
Launagreiðendavefur hefur nú verið uppfærður og nýtt umboðsmannakerfi tekið upp, en það var gert vegna lokunar innskráningarþjónustu og umboðsmannakerfis Ísland.is.
Í nýja umboðsmannakerfinu fer innskráning fram með rafrænum skilríkjum. Þau sem höfðu áður umboð fyrir hönd fyrirtækja eða stofnana ættu að hafa það áfram í nýju kerfi. Við innskráningu með rafrænum skilríkjum fæst þannig aðgangur að þeim launagreiðendum sem viðkomandi hafði áður umboð fyrir.
Umboðum getur fylgt heimild til þess að gefa öðrum umboð.
Til að óska eftir umboði til þess að skila inn skilagreinum fyrir hönd launagreiðanda þarf að senda tölvupóst á idgjold@lsr.is með undirrituðu umboði (PDF-skrá) þar sem fram kemur:
- Nafn og kennitala fyrirtækis/launagreiðanda
- Nafn og kennitala starfsmanns sem fær umboðið og hvort sá aðili hafi heimild til að veita öðrum starfsmönnum umboð
- Hvað umboðið gildir lengi (þ.e. tímabundið eða ótímasett)
- Undirritun/stimplun af yfirmanni fjársviðs eða launadeildar.
Nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband við iðgjaldadeild LSR með netfanginu idgjold@lsr.is.