Upplýsingar um lán á sjóðfélagavef LSR

03.02.2017

Skjáskot af forsíðu á sjóðfélagavef

Nú gefst lántakendum hjá LSR kostur á því að sækja upplýsingar um stöðu sjóðfélagalána sinna og greiðslusögu á sjóðfélagavef LSR. Á sjóðfélagavefnum eru því nú aðgengilegar upplýsingar um lán og lífeyrisréttindi hjá LSR. Einnig veitir sjóðfélagavefurinn aðgang að Lífeyrisgáttinni, þar sem hægt er að nálgast á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum.

Allir sem eru með lán hjá LSR hafa aðgang að sjóðfélagavefnum hvort sem þeir hafa greitt í sjóðinn eða ekki. Til að auðkenna sig inn á vefinn þá þarf að nýta annaðhvort Íslykil eða rafræn skilríki.

Sjóðfélagavefur LSR