Upplýsingar um lífeyrismiða og forskráningu lána vegna skattframtala
Lífeyrismiðar
LSR hefur nú lokið skilum á lífeyrismiðum til RSK. Skil á lífeyrismiðum nær til allra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2016 úr A- og B-deild LSR, LH, Séreign LSR og ESÚÍ – Eftirlaunasjóði starfsmanna Útvegsbanka Íslands. Lífeyrismiðar verða almennt ekki sendir út á pappír, en sjóðfélögum er velkomið að hafa samband við sjóðinn í síma 510 6100 eða með því að senda netpóst á netfangið lsr@lsr.is og óska eftir upplýsingum á pappír.
Upplýsingar um lífeyrisgreiðslur koma forskráðar inn á skattaframtöl ef skilað er á netinu.
Upplýsingarnar eru aðgengilegar á þjónustuvef RSK www.skattur.is. Eftir auðkenningu inn á þjónustuvefinn skal velja kaflann „Almennt“ og þar undirkaflann „Innkomnar upplýsingar“. Lífeyrisþegar eru hvattir til að yfirfara upplýsingarnar og hafa samband við sjóðinn ef athugasemdir finnast.
Forskráning lána hjá LSR og LH
Til hagræðingar fyrir lántakendur eru öll lán lífeyrissjóðsins nú forskráð inn á sundurliðunarblaðið í skattframtalinu. Við ákvörðun á færslu lána hjá LSR og LH inn á skattframtölin skiptir máli hvort þau hafa verið tekin vegna íbúðarkaupa eða ekki. Það er því ekki hægt að færa þau inn að fullu fyrirfram heldur verða lántakendur að ákveða hvernig þau skuli færð inn í endanlegt framtal svo rétt sé.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.skattur.is. Starfsfólk LSR veitir upplýsingar í síma 510 6100 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir með netpósti til LSR á netfangið: lsr@lsr.is.