Útsending sjóðfélagayfirlita fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2019

11.10.2019

Útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2019. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Með yfirlitum í Séreign LSR fylgir upplýsingayfirlit.

Upplýsingar um iðgjaldagreiðslur og réttindi er alltaf hægt að sækja á Mínum síðum hér á vef LSR og þannig er alltaf auðvelt og þægilegt að nálgast nýjustu stöðu. Því hvetjum við sjóðfélaga til að hjálpa okkur að gera hlutina hagkvæmari og vistvænni með því að afþakka yfirlit á pappír. Hægt er að afþakka yfirlit á pappír með því að senda netpóst þess efnis á lsr@lsr.is eða hringja í síma 510 6100.

Í yfirlýsingu stjórnvalda til stuðnings lífskjarasamningum eru lagðar til breytingar á lögum um lífeyrismál sem m.a. taka til þess að lífeyrissjóðir fái heimild til rafrænnar birtingar eingöngu á sjóðfélagayfirlitum. Þannig verði sjóðfélagayfirlit ekki lengur send út á pappír heldur geti sjóðfélagar nálgast þau með rafrænum skilríkjum á öruggu vefsvæði. Núverandi útsending sjóðfélagayfirlita í bréfpósti verður því hugsanlega sú síðasta.