Árleg útsending sjóðfélagayfirlita vegna ársins 2018

13.05.2019

Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjöld greidd á árinu 2018. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Upplýsingar um iðgjaldagreiðslur og réttindi er hægt að sækja með rafrænum hætti á Mínum síðum á vef LSR og þar má alltaf sjá nýjustu stöðu. Sjóðfélagar eru hvattir til að vera umhverfisvænir og afþakka yfirlit á pappír. Hægt er að afþakka yfirlit á pappír með því að senda netpóst þess efnis á lsr@lsr.is eða hringja í síma 510 6100.

Með yfirlitum í A-deild og B-deild fylgir Fréttabréf LSR ásamt upplýsingum um starfsemi deildanna á árinu 2018. Sömuleiðis fylgir upplýsingayfirlit með yfirlitum í Séreign LSR.

Ársfundur LSR verður haldinn fimmtudaginn 23. maí 2019 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 og hefst hann kl. 15:00. Ársfundur er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

LSR vill einnig vekja athygli á kynningar- og fræðslufundum um lífeyrismál fyrir virka sjóðfélaga sem haldnir verða í húsnæði LSR að Engjateigi 11 dagana 20., 21. og 22. maí nk.