Vegna endurmats á örorku

30.03.2020

Félag íslenskra heimilislækna áætlar að erfitt verði að afgreiða beiðnir um ný læknisvottorð næstu þrjá mánuði vegna álags hjá heilsugæslum landsins. LSR mun því fresta endurmati á örorku næstu þrjá mánuði hjá lífeyrisþegum sem ekki geta útvegað nýtt læknisvottorð.

LSR vill því beina því til lífeyrisþega sinna sem eiga að skila inn læknisvottorðum á næstu þremur mánuðum að fylgjast vel með tilkynningum frá heilsugæslum, óska eftir nýju læknisvottorði þegar heilsugæslan tekur aftur við slíkum beiðnum og koma þeim til LSR. Fram að þeim tíma munu örorkulífeyrisgreiðslur ekki stöðvast þótt komið sé að endurmati.

Ofangreind frestun nær einnig til þeirra lífeyrisþega sem fengu senda beiðni um nýtt læknisvottorð fyrr í mars mánuði 2020.

Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um frestunina.

Ofangreind frestun nær ekki til stöðvana vegna endurmats sem áttu sér stað fyrir mars 2020.