Vextir óverðtryggðra lána hækka í 7,55%

01.09.2022

Vextir óverðtryggðra lána LSR hækka úr 6,95% í 7,55% frá og með deginum í dag, fimmtudeginum 1. september 2022. Vextir óverðtryggða sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.

Vextir á verðtryggðum lánum breytast ekki, en þeir eru nú annars vegar 2,6% á lánum sem eru með fasta vexti út allan lánstímann og 2,2% á lánum þar sem vextir eru fastir í 36 mánuði í senn. Hér má finna nánari upplýsingar um sjóðfélagalán LSR.